framleiðslustofa

framleiðslustofa

  • greining
  • hugmynd
  • framkvæmd
  • framleiðsla
  • eftirfylgni

Forsenda góðs markaðsstarfs er öflug greining á markaðnum og þínum þörfum. Með réttum greiningartólum náum við hámarks árangri.

Hvað er Tjarnargatan?

Tjarnargatan er framleiðslustofa sem var stofnuð af þeim Einari Ben og Arnari Helga árið 2011. Allt frá upphafi hefur Tjarnargatan mælst sem eitt fremsta framleiðslufyrirtæki landsins og hefur stofan toppað þann lista síðustu ár auk þess að komast á lista yfir bestu auglýsingastofur landsins, án þess þó að teljast sem auglýsingastofa.

Nú höfum við lokið vinnu við afar spennandi breytingar á starfssemi fyrirtækisins og sinnum við nú enn fjölbreyttari verkefnum en áður, hvort sem það snýst að framleiðslu á allskyns myndefni, hönnun, hljóði og birtingum.

Á Tjarnargötunni er rík áhersla á mælanlegan árangur til að tryggja að frábærar hugmyndir leiði af sér góðar niðurstöður til að mæta þörfum viðskiptavina okkar.

Tjarnargatan er því stórskemmtileg blanda af birtingarhúsi, hönnunarhúsi, framleiðslufyrirtæki, auglýsingastofu og almannatenglsastofu. Við erum framleiðslustofa sem mætir þínum þörfum.

framleiðslustofa