framleiðslustofa

Hvað er litvinnsla?

Tjarnargatan arrow down to blog

Einar Ólafur Eyland

DEILA

Hvernig fer verkferli litvinnslu eiginlega fram?

Litvinnsla er partur af eftirvinnslunni og bætir útlitið á myndefninu. Þetta gerum við í litvinnsluforritinu 'Davinci Resolve'.

Allt okkar efni er tekið upp í svokölluðum logarithmic prófíl þar sem myndefnið er flatt og gráleitt svo við höfum fleiri og betri upplýsingar í dekkstu og ljósustu pörtum myndarinnar sem skilar sér í auknum sveigjanleika þegar við loks förum að vinna hana.

Hér er auglýsing sem við unnum fyrir Fréttablaðið. Hún er ansi gott dæmi um hvernig þetta virkar. Þar höfum við haldið ennþá upplýsingum í sólskininu fyrir utan gluggann þó svo að þau sitji inni í skugga.

Litvinnsluferlið byrjar samt sem áður mjög snemma í framleiðslunni og er unnið í samvinnu við leikstjórann og tökumanninn, þar sem fundið er út hvernig best sé að ná fram réttu ,,looki” fyrir viðkomandi auglýsingu. Þessu þarf svo að fylgja því eftir í tökum og alla leið yfir í síðasta hlutann í eftirvinnslunni svo rétta ,,lookið” skili sér.

Af hverju leggjum við svona mikið í litvinnslu?

Þegar við litvinnum okkar myndbönd þá fyrst og fremst erum við að passa upp á að myndefnið líti eins vel út og kostur er á - allt niður í smæstu smáatriði. Þess gætum við svo að efnið okkar einfaldlega standist okkar kröfur um gæði.

Hér er skemmtilegt dæmi í auglýsingu sem við unnum fyrir Gott Resturant. Þar sést vel að nostrað hefur verið við hvern einasta hlut á matardisknum og passað upp á að borið sé fram með hárréttum litum.

Hvernig hefur litvinnsla áhrif á áhorfendann?

Litvinnsla er samt svo mikið meira en bara að passa upp á að myndefnið líti sem best út.

Litvinnslan fer líka djúpt út í sálfræði litanna, þar sem litir hafa bæði sálfræði- og lífefnafræðileg áhrif á okkur og mismunandi litatónar hafa áhrif á tilfinningar áhorfendans. Annað áhugavert dæmi um það er herferðin okkar Útmeða 4 sem sýnir áhorfandanum tvær mismunandi hliðar. Annarsvegar sjáum við bjarta hlið og hinsvegar dimma hlið með hjálp gagnvirkninnar í myndböndunum.

Bjarta hliðin endurspeglar hlýja og bjarta tóna sem gefa áhorfandanum jákvæða og gleðilegri tilfinningu, annað en köldu tónarnir í dekkri hliðinni, sem þá eiga að undirstrika neikvæðni og dapurleika.

Litasálfræðin er því okkur alltaf efst í huga í litvinnslunni - sama um hvaða verkefni ræðir þar sem öll eru byggð á að laða fram rétta ímynd eða tilfinningu fyrir hvert einstakt vörumerki.

DEILA

framleiðslustofa