framleiðslustofa

Textum allt

Tjarnargatan arrow down to blog

Einar Benedikt Sigurðarsson

DEILA

Því aðgengilegri sem þú ert, því fleiri áhorfendur færðu

Myndbönd eru gríðarlega öflug og mikið notuð á samfélagsmiðlum. Þau henta vel samfélagsmiðlum og markaðsherferðir nota styðjast sífellt meira við myndbönd á samfélagsmiðlum. Eitt sem að gleymist oft er að texta (e. subtitles) myndböndin - og að gera það rétt.

Það er þess virði að texta

Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:

  • Gerðu ráð fyrir að þú þurfir smá tíma til þess að texta myndböndin
  • Ekki skal texta í myndbandinu sjálfu
  • Búa skal til sér textaskrá (.srt) með viðkomandi tungumáli
  • Hlaða skal upp textaskránni með myndböndunum á alla samfélagsmiðla í stillingum myndbandsins (Facebook, Youtube)
  • Hinn almenni notandi horfir oft á myndbönd án hljóðs

Hvernig texta ég?

Það eru til nokkur forrit sem auðvelt er að texta myndbönd á einfaldan og snöggan hátt. Aegisub (MacOS/Win), og SubEdit (einungis Windows). Þegar myndböndum er hlaðið upp á Facebook er boðið upp á að texta myndbandið í gegnum Facebook. Það er einnig hægt á svipaðan hátt í gegnum YouTube (í gegnum Video Manager > Edit Video > Subtitles).

Hlaða upp myndböndum. Hægt er að smella á Write til þess að texta myndbönd með hjálp Facebook.

Ef að myndbandið á að vera textað á ensku bjóða Facebook og YouTube upp á að texta myndbandið sjálfkrafa. Það virkar því miður ekki á íslensku. Þá væri hægt að smella á Auto-Generate eins og sést á myndinni hér að ofan.

Ef að búið er til sér textaskjal með notkun þessara forrita hér að ofan er mikilvægt að skíra textaskjalið: nafn.is_IS.srt.
is_IS lætur Facebook skilja að textaskráin sé á íslensku og mun því birta textann rétt. Hægt er að nota sama skjal á öllum samfélagsmiðlum og myndbandsforritum og þá kemur myndbandið og textinn fallega út á öllum miðlum.

Af hverju á ég ekki að texta í myndbandið sjálft?

Í gegnum tíðina hafa sum myndbönd verið textuð inn í myndbandinu sjálfu. Þetta viljum við forðast og við viljum nota frekar textaskrárnar því það kemur smekklegra út. Á Facebook tímalínunni birtast myndböndin oft mjög lítil og er ómögulegt að lesa texta sem hefur verið límdur á myndbandið sjálft. Með textaskránum (.srt) birtist textinn stærri og greinilegri og allir samfélagsmiðlar sem að styðja myndbönd í dag gera þér kleift að hlaða upp textaskrá með öllum myndböndum. Þau hafa öll sinn stíl en upplifun notandans er betri.

Aðgengi skiptir höfuðmáli!

Því aðgengilegri sem þú ert, því fleiri áhorfendur færðu. Með því að texta ertu að koma til móts við heyrnalausa og fólk með aðrar fatlanir sem krefst þess einfaldlega að texti sé með myndböndum. Með nýrri tækni hefur verið hægt að texta sjálfkrafa með gervigreind en sú tækni er ekki tilbúin eins og áður segir fyrir íslensku. Hún mun því einfalda lífið fyrir okkur öll í framtíðinni, en þangað til þá - textum allt!

DEILA

framleiðslustofa